Færsluflokkur: Bloggar

Flutningur stofnana

Nú hefur landshlutanefnd framsóknar skilað skýrslu og vill flytja allar opinberar stofnanir í Skagafjörð,nema alþingi, og lögregluna á Hornafirði sem Sigmundur Davíð vill hafa fyrir norðan.Nú veit ég ekki hvort fleiri landshlutanefndir hafa verið skipaðar,en ef svo er,þá eru allar líkur á að upphefjist alsherjar slagsmál um hvert eigi að flytja stofnanafarganið.Til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld legg ég til að allt batteríið verði flutt úr landi,fjármálaráðuneytið til Tortóla þar sem fjármálaráðherra kannast sennilega vel við sig,alþingi til Zimbabve,Mugabe tekur örugglega vel á móti skoðanabræðrum og systrum,fiskistofu þeirra LÍÚ manna til Congo þar sem þeir hafa ekki aðgang að sjó o.sv.frv.Sparnaður af þessum tilfærslum gæti numið hundruðum milljarða á ári og létt mjög líf almennings.

Ps.annars ætti ég ekki að vera að tuða þetta þar sem ég er flúinn af landi brott,en Íslendingurinn skýtur upp kollinum öðru hvoru þegar ég les um bullið í kerfinu.

 

Bestu kveðjur frá Noregi

Þórður Einarsson


mbl.is Leggja til flutning fleiri stofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt verkalýðsfélag

Nú hafa sérfræðingarnir, sem sögðu okkur fyrir hrun að allt væri í himnalagi,stofnað verkalýðsfélag.

Með hag Íslands að leiðarljósi vona ég að þeirra fyrsta verk verði að boða verkfall. 


Lifsýni til gagns eða?

Lífsýnasöfnun ÍE hefur verið fyrirferðamikil í fréttum og á bloggi síðustu daga.Einhverjir siðanefndapostular gagnrýna söfnunina og að mér skilst bera fyrir sig persónuvernd,ekki hef ég heyrt neina gagnrýni þó vitað sé að fólk almennt dreifir lífsýnum sínum út um hvippinn og hvappinn dags daglega engum til gagns en oft til skaða.Alltaf hafa verið til menn sem sjá samsæri í hverju skúmaskoti,en almenn vænisýki er nýlegt tilfelli sprottin af hruninu og viðhaldið af vanhæfum stjórnvöldum og elítu sem hagnast alltaf á óróa og öryggisleysi almennings.Spurt er:Verður blóðgjöf næst fordæmd,þvagsýni dulkóðuð,hvar endar persónuvernd og hvar byrja almennar skyldur gagnvart þjóðfélaginu?Samkvæmt lauslegri og óvísindalegri könnun á umfjöllun um málið,sýnist mér örlítill vinstri halli á gagnrýninni svo ég leyfi þessu að fylgja með.

 

Vænisýki vinstrimanna

vefst nú fyrir vísindunum

Kára betl þeir vilja banna

bjarga þannig lífsýnunum.


Auðir stólar

Er að horfa á þáttinn sem stuðningsfólki ICESAFE var boðið að stjórna á ÍNN.Þögn og þrír auðir stólar segja mér allt sem ég þarf að vita um þeirra málstað.Hann er akkúrat það sem ég horfi á núna,enginn.

Skömm þeirra er mikil að þora ekki að koma fyrir almenning og standa fyrir skoðunum sínum.

 


Sektir

Í fréttunum áðan var fjallað um fyrirtæki sem ekki höfðu skilað rekstrarreikningi og skattaskýrslum.Það mátti skilja á fréttinni að ábyrgðarmenn allra þessara fyrirtækja væru annað hvort svona miklir slúgsar eða hreinlega glæpamenn sem væru að fela eitthvað ólöglegt athæfi.Ekki datt fréttamanninum í hug að ástandið á vinnumarkaðnum hefði neitt með þetta að gera.Það vill svo til að skýrslurnar eru ekki á hvers manns færi,og ætlast er til að endurskoðandi skrifi upp á gjörningana.Fyrirtæki sem ekki hefur innkomu ræður ekki til sín rándýran starfskraft.Ég persónulega get ekki borgað fyrir þessa þjónustu með 69% atvinnuleysisbótum sem einhver dauðanefnd Steingríms dæmdi mér.Ég hef reynt að líta jákvæðum augum á fréttastofu sjónvarps,en eftir þessa umfjöllun sé ég að áróðursmaskínan er í fullum gangi í sjónvarpi allra "landsmanna",ég held ég skipti yfir á ÍNN.

Skjaldborg alþingis

Nú standa yfir umræður um rannsóknarnefndir á alþingi.Ég sé ekki betur en að alþingi sé að slá skjaldborg um sjálft sig,í frumvarpinu segir beinlínis að alþingi ákveði hvernig á að rannsaka,hvað megi segja hverjum,hvað skuli þegja um og hverjir sitja í nefndinni.Væntanlegar rannsóknir eru m.a.sparisjóðirnir,lífeyrissjóðirnir og íbúðalánasjóður.Í öllum þessum stofnunum eru pólitískt tengdir menn,og jafnvel hafa ráðherrar og þingmenn verið með puttana inni í þeirra málum,þannig að enn eina ferðina ætlar alþingi að skipa hefta nefnd sem engu skilar út í samfélagið nema nákvæmlega það sem þinginu þóknast.Betra væri að Hæstiréttur skipaði í slíka nefnd og ef eitthvað misjafnt er að finna hafi nefndin vald til að vísa málum til saksóknara.Ég tel að þó ekki komi nema eitt nafn alþingismanns upp í svona rannsókn,þá er alþingi sjálfkrafa vanhæft í heild sinni að hafa eitthvað með rannsóknina að gera.

Fögnuður.

Í Egyptalandi ríkir mikill fögnuður þessa stundina,Mubarak er farinn og vonandi fá Egyptar stjórn sem tekur á vandamálum þjóðarinnar sem eru margvísleg,og flest lúta að stjórnarháttum.Til að tryggja völdin dubbaði Mubarak yfirmenn í hernum í æðstu embætti burtséð frá hæfni þeirra til starfans.Minnir svolítið á Ísland.Tiltektar er þörf í Egypsku stjórnkerfi og vona ég að Egyptar geti nú fagnað faglegri endurreisn þessa forna menningarríkis sem átti ekki sinn líka í þúsundir ára.Það verður vonandi nýtt Egyptaland sem ég heimsæki næst.Síðan ætla ég rétt að vona íslensk stjórnvöld horfi til þess sem gerst hefur í Egyptalandi,og átti sig á að raunveruleg völd eru hjá fólkinu og fari að hlusta.

Þiggjendaþjóðfélagið

Mér er farið að líða frekar illa í íslensku samfélagi.Hvert sem litið er snýst umræðan um hvað ég get fengið frá öðrum,helst án þess að lyfta litlafingri.Hvar eru menn eins og Þorvaldur í Síld og Fisk,sem var stoltur af því að vera hæsti skattgreiðandi landsins.Hvar eru "vinnuveitendur",mér finnst það miklu jákvæðara orð heldur en "samtök atvinnulífsins".Og hvað um alla "þegana",launþegar,styrkþegar o.s.frv.Ég vil láta banna þessi "þegaorð",ég fæ það á tilfinninguna að þessir "þegar" séu að fá eitthvað sem þeir eiga ekki skilið.Þessi hugleiðing snýst kannski mest um hálffulla eða hálftóma glasið,og mér sýnist við lifum þessa stundina í hálftóma glasinu.Og því miður virðist stór hluti þeirra sem við höfum ráðið til að stjórna okkar málum,vera í sjálfsvorkun og djúpu þunglyndi svo þaðan kemur ekkert jákvætt.Með von um upprisu  höfðingja og barmafullan bikar í framtíðinni svo við getum skálað við erlenda höfðingja uppréttir og á okkar forsendum.

Lýðræðið fallið

Viðbrögð stjórnvalda við dómi hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu er í raun dauðadómur yfir lýðræði Íslands.Virðing þeirra gagnvart hæstarétti er engin,virðing þeirra gagnvart umbjóðendum sínum er engin,öll þeirra virðing beinist að skýrslubákninu í Brussel.Til hvers háðum við þorskastríðin, var það til að bjóða þessum sömu þjóðum landhelgina á silfurfati nokkrum árum seinna?Virðing mín fyrir þessum einræðisráðherrum er kominn vel niður fyrir núllið,líklega þurfum við að líta til miðausturlanda til að sjá hvernig þessir einræðistilburðir enda.En á meðan er "lýðræði"aðeins fallegt orð í íslensku.

Talnaleikur

Ríkisstjórnin gumar sífellt af meirihluta sínum á alþingi og hún hafi umboð til allra sinna verka.Ef við skoðum þetta aðeins nánar þá er nýleg könnun á trausti almennings til alþingis sú að innan við 10% ber traust til alþingismanna.Segjum að þetta séu um 27000 manns,stjórnin hefur nauman meirihluta þannig að ætla má að þingmenn stjórnarinnar hafi traust um það bil 14500 manns.Ekki ónýtur meirihluti það.

Næsta síða »

Höfundur

Þórður Einarsson
Þórður Einarsson
Þriggja barna faðir fjögur barnabörn,vinnusamur,fáskiptinn,hljóðlátur og þolinmóður þar til nú.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband