28.1.2011 | 16:00
Lýðræðið fallið
Viðbrögð stjórnvalda við dómi hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu er í raun dauðadómur yfir lýðræði Íslands.Virðing þeirra gagnvart hæstarétti er engin,virðing þeirra gagnvart umbjóðendum sínum er engin,öll þeirra virðing beinist að skýrslubákninu í Brussel.Til hvers háðum við þorskastríðin, var það til að bjóða þessum sömu þjóðum landhelgina á silfurfati nokkrum árum seinna?Virðing mín fyrir þessum einræðisráðherrum er kominn vel niður fyrir núllið,líklega þurfum við að líta til miðausturlanda til að sjá hvernig þessir einræðistilburðir enda.En á meðan er "lýðræði"aðeins fallegt orð í íslensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 03:16
Talnaleikur
Ríkisstjórnin gumar sífellt af meirihluta sínum á alþingi og hún hafi umboð til allra sinna verka.Ef við skoðum þetta aðeins nánar þá er nýleg könnun á trausti almennings til alþingis sú að innan við 10% ber traust til alþingismanna.Segjum að þetta séu um 27000 manns,stjórnin hefur nauman meirihluta þannig að ætla má að þingmenn stjórnarinnar hafi traust um það bil 14500 manns.Ekki ónýtur meirihluti það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 02:33
Vanhæfni kerfisins
Ekki hef ég skoðað hvernig alþingi er samsett hvað varðar skiptingu í starfsstéttir.Hitt veit ég að það endurspeglar engan veginn skiptinguna í þjóðfélaginu.Grun hef ég um að háskólasamfélagið eigi þar 9 af hverjum 10,og eru lögfræðingar þar mjög áberandi.Spurningin er,hvers vegna er allt þetta klúður í nánast öllum málum er varða lögfræðilega útfærslu?Ég spyr hvort ríkisstjórnin hafi sett félagsfræðingana sem enginn má vita hverjir eru í lögfræðiþáttinn og lögfræðingana í félagslega þáttinn.Síðasta klúðrið,stórnlagaþingið,var eitthvað sem ég batt vonir við að léti frá sér fara eitthvað af viti,en viti menn,þingið átti að starfa eftir fyrifram ákveðinni línu og síðan stóð til að skipta því í elítu og undirmenn.Þar fyrir utan var búið að skipa forseta þingsins óformlega áður en þingið sjálft var farið að ræða saman.Nú er allt í uppnámi,og hvað ætla bændur að gera,fara í kringum hæstarétt til að halda forsetanum inni og skipa hann formann nefndar í staðinn.Hvað segja lögfræðingarnir á alþingi við því að æðsti dómstóll landsins sé gerður nánast ómerkur.Svo hvað varðar ábyrgð stjórnsýslunnar á öllu klúðrinu,kæmi það mér ekki á óvart þó ég sæti uppi með ábyrgðina einn daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2011 | 17:16
Siðgæði hér heima og erlendis.
Þær fréttir voru að berast úr Bretaveldi, að þingmaður einn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að svíkja út rúmar 3 milljónir úr sjóðum almennings.Var það gert með því að rukka leigu fyrir eigið húsnæði og húsnæði venslafólks.Nú geri ég ráð fyrir að bresk lög séu nokkuð skýr hvað varðar ábyrgð,skyldur og siðgæði opinberra starfsmanna,því fréttir berast ört af afsögnum manna sem hafa misstigið sig í starfi.Fyrir nokkrum árum bjó ég í Danmörku,fréttist þá af opinberum starfsmanni sem hafði haldið við ritara sinn um skeið og var honum gert að segja af sér embætti med det samme.Ekki var það framhjáhaldið sem fór fyrir brjóstið á frændum okkar,heldur það að hann notaði íbúð í almannaeigu til framhjáhaldsins.Hér aftur á móti virðast ekki vera til lög og eða siðgæðisreglur sem opinberir aðilar þurfa að fara eftir.Í þau rúmlega 40 ár sem ég hef fylgst með íslenskri pólitík,hefðu mannaskipti á alþingi og víðar í kerfinu átt að vera mikið örari.Siðgæðisvitundinni hefur hrakað jafnt og þétt,og er t.d.alþingi að súpa seyðið af því nú.Um og jafnvel innan við 10% ber traust til alþingis.Hæstiréttur dæmdi sig í haust sem handbendi ríkisstjórnar og fjármálageirans með því að dæma vexti á lán,sem hinn sami hæstiréttur hafði dæmt ólögleg skömmu áður.Að mínu mati mætti sem best gefa alþingi frí í tvö til þrjú ár,ekki er langt síðan Reykjavíkurborg var stjórnlaus í hálft ár,og almenningur varð ekki var við það.Flokkunum veitti heldur ekki af þessu fríi til að endurskoða innra starf og síðast en ekki síst að finna leiðtoga sem kjósendur geta treyst,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar