ER dóms og réttarkerfið ónýtt

Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með þeim málum sem upp hafa komið,í og eftir hrun, og eru rannsökuð sem sakamál.Tvei undirmálsmenn hafa verið dæmdir fyrir að reyna að bjarga fyrirtækinu sem þeir unnu hjá,að vísu með vafasömum hætti,en fengu víst ekki einu sinni borgaða yfirvinnu fyrir.Nú er verið að yfirheyra fjórmenninga sem sáu sér leik á borði og ætluðu að blóðmjólka íslenska þrotabúið áður en útlendingar hirtu allt saman.Ekki veit ég deili á þessum mönnum þrátt fyrir nafnabirtingu,en af einhverjum undarlegum ástæðum,er ekki ásæða til að fara fram á gæsluvarðhald.Gæti það verið að þeir eigi "Hauk í Horni"eða er réttarkerfið hér svo vanmáttugt,að þessir menn fá tíma til að fela fé og slóðir,eins og allir banka og viðskiptajöfrarnir sem að hruninu stóðu eru búnir að vera að gera undanfarið ár,og það litla sem eftir verður gætu íslenskir dómstólar ráðið við.Mörg ár eru síðan ég fór að setja spurningamerki við ýmsar ákvarðanir og framkvæmdir hins opinbera.Síðan eyðilögðu hrokafullir alþingismenn álit mitt á þeim vettvangi,og nú er réttarkerfið farið sömu leið.Lúmskan grun hef ég um, að allt þetta kerfi hafi ekki langan tíma til taka sig saman í andlitinu og sýna almenningi(það eru þeir sem allir vilja vera góðir við fyrir kosningar)að einhver dugur sé í þeim Ef ekki ,þá er meira í pípunum en búsáhaldabylting,það gæti orðið blóðugt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Einarsson
Þórður Einarsson
Þriggja barna faðir fjögur barnabörn,vinnusamur,fáskiptinn,hljóðlátur og þolinmóður þar til nú.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband