12.3.2010 | 11:57
Fundur um atvinnumál?
SA hélt fund um atvinnumál í morgun.Ekki veit ég hvort fundarmenn almennt græddu eitthvað á orðagjálfrinu,hitt veit ég, að ég hefði betur farið í sund.Vilhjálmur Egils byrjaði á því að upplýsa fundarmenn um hvað þyrfti að koma til,svo landið rétti úr kútnum.Giska ég á að þar sé komin væntingavísitala SA.Síðan steig Steingrímur á stokk og hélt mikla varnarræðu fyrir hönd umhverfisráðherra,og upplýsti okkur hin um að allt liti mikið betur út en spáð hefði verið.Bara ef ekki væri fyrir Icesafe,þá væri kreppan sennilega búin.Væntingavísitala VG? Gylfi ASÍ forseti hótaði því að kreppan dýpkaði og drægist á langinn ef ekki yrði samið um ICEsafe.Einnig hafði hann uppi orð um stöðugleika,sem ekki væri að finna annarsstaðar en í ESB.Síðast þegar ég hlustaði á fréttir var eini stöðugleikinn innan ESB stöðugt atvinnuleysi.Væntingavísitala ASÍ?Ég sit eftir jafnnær um hvort eitthvað er verið að gera til að ráða bót á atvinnuleysinu eða ekki.Það sem kom kýrskírt fram var að almenni vinnumarkaðurinn tæki á sig nánast allt atvinnuleysið og þar með obbann af fórnarkostnaðinum,en opinberi geirinn yrði verndaður.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.