8.1.2011 | 17:16
Siðgæði hér heima og erlendis.
Þær fréttir voru að berast úr Bretaveldi, að þingmaður einn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að svíkja út rúmar 3 milljónir úr sjóðum almennings.Var það gert með því að rukka leigu fyrir eigið húsnæði og húsnæði venslafólks.Nú geri ég ráð fyrir að bresk lög séu nokkuð skýr hvað varðar ábyrgð,skyldur og siðgæði opinberra starfsmanna,því fréttir berast ört af afsögnum manna sem hafa misstigið sig í starfi.Fyrir nokkrum árum bjó ég í Danmörku,fréttist þá af opinberum starfsmanni sem hafði haldið við ritara sinn um skeið og var honum gert að segja af sér embætti med det samme.Ekki var það framhjáhaldið sem fór fyrir brjóstið á frændum okkar,heldur það að hann notaði íbúð í almannaeigu til framhjáhaldsins.Hér aftur á móti virðast ekki vera til lög og eða siðgæðisreglur sem opinberir aðilar þurfa að fara eftir.Í þau rúmlega 40 ár sem ég hef fylgst með íslenskri pólitík,hefðu mannaskipti á alþingi og víðar í kerfinu átt að vera mikið örari.Siðgæðisvitundinni hefur hrakað jafnt og þétt,og er t.d.alþingi að súpa seyðið af því nú.Um og jafnvel innan við 10% ber traust til alþingis.Hæstiréttur dæmdi sig í haust sem handbendi ríkisstjórnar og fjármálageirans með því að dæma vexti á lán,sem hinn sami hæstiréttur hafði dæmt ólögleg skömmu áður.Að mínu mati mætti sem best gefa alþingi frí í tvö til þrjú ár,ekki er langt síðan Reykjavíkurborg var stjórnlaus í hálft ár,og almenningur varð ekki var við það.Flokkunum veitti heldur ekki af þessu fríi til að endurskoða innra starf og síðast en ekki síst að finna leiðtoga sem kjósendur geta treyst,
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef við ættuk leiðtoga sem ÞJÓÐIN ekki klikan- gæti treyst væri þetta pakk ekki í Alþingishúsi Íslendinga- her þarf enginn að segja af ser fyrir neitt- og þeir sem draga sig í hlé meðan mótmæli standa yfir- konma aftur þegar fólk gefst upp. Lög eru engin.
Erla Magna Alexandersdóttir, 8.1.2011 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.