Vanhæfni kerfisins

Ekki hef ég skoðað hvernig alþingi er samsett hvað varðar skiptingu í starfsstéttir.Hitt veit ég að það endurspeglar engan veginn skiptinguna í þjóðfélaginu.Grun hef ég um að háskólasamfélagið eigi þar 9 af hverjum 10,og eru lögfræðingar þar mjög áberandi.Spurningin er,hvers vegna er allt þetta klúður í nánast öllum málum er varða lögfræðilega útfærslu?Ég spyr hvort ríkisstjórnin hafi sett félagsfræðingana sem enginn má vita hverjir eru í lögfræðiþáttinn og lögfræðingana í félagslega þáttinn.Síðasta klúðrið,stórnlagaþingið,var eitthvað sem ég batt vonir við að léti frá sér fara eitthvað af viti,en viti menn,þingið átti að starfa eftir fyrifram ákveðinni línu og síðan stóð til að skipta því í elítu og undirmenn.Þar fyrir utan var búið að skipa forseta þingsins óformlega áður en þingið sjálft var farið að ræða saman.Nú er allt í uppnámi,og hvað ætla bændur að gera,fara í kringum hæstarétt til að halda forsetanum inni og skipa hann formann nefndar í staðinn.Hvað segja lögfræðingarnir á alþingi við því að æðsti dómstóll landsins sé gerður nánast ómerkur.Svo hvað varðar ábyrgð stjórnsýslunnar á öllu klúðrinu,kæmi það mér ekki á óvart þó ég sæti uppi með ábyrgðina einn daginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Einarsson
Þórður Einarsson
Þriggja barna faðir fjögur barnabörn,vinnusamur,fáskiptinn,hljóðlátur og þolinmóður þar til nú.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 469

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband