Samhljómur

Ég hef verið að fylgjast með atburðunum í Egyptalandi undanfarna daga,enda hef ég nægan tíma þar sem ég er atvinnulaus um þessar mundir,og af einhverjum ástæðum verður mér alltaf hugsað til ríkisstjórnar Íslands þegar fjallað er um viðbrögð Mubaraks forseta.Hringl með menn innan kerfisins til að sefa lýðinn,búinn að sjá það hér.Ákvarðanir þvert á þjóðarvilja í vafasömu umboði sem virðist í raun útrunnið,búinn að sjá það hér.Feluleikur æðstu manna,búinn að sjá það hér.Siðferðis og ábyrgðaleysi,búinn að sjá það hér.Valdahroki og spilling í ráðningum,búinn að sjá það hér.Niðurstaða mín er algjör samhljómur með ríkisstjórn Íslands og Mubarak,og ef stjórnvöldum dytti í hug að gagnrýna Mubarak ættu þau að líta sér nær fyrst.Að hanga á völdunum valdanna vegna er  í skemmdarverk gagnvart landi og lýð og ætti að vera refsivert samkvæmt hegningalögum,með þeirri undantekningu þó að sönnunarbyrðin sé á sakborningi eins og skattalögin eru eru í raun framkvæmd hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Einarsson
Þórður Einarsson
Þriggja barna faðir fjögur barnabörn,vinnusamur,fáskiptinn,hljóðlátur og þolinmóður þar til nú.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband