Valkvíði

Íslenskur almenningur stendur frammi fyrir þeirri ömurlegu staðreynd,að þurfa að kjósa í vor fólk á þing sem það í fyrsta lagi vill ekki á þing,og í öðru lagi á flest þetta fólk ekkert erindi inn á þing.Annar höfuðverkur verður að sigta út öll framboðin,sem eru með nánast sömu stefnuskrána(þ.e.loforðalistana)og reyna að finna út hver er liklegur til að standa við eitthvað af loforðunum.Þetta verður þrautin þyngri,því forystusauðir flokkanna eru eins og strá í vindi ,og má ekki blása mikið til að þeir bogni undan álaginu.Afleggjararnir Bjarni Ben og Guðmundur Steingríms eru bara það og verða aldrei fullburða.Steingrímur J er búinn að týna baklandinu,Samfylkingin er við það að splundrast,enginn veit hver verður í forystu þar.Hægri Grænir,Dögun og hvað þeir nú heita allir þessir flokkar eða framboð,þar er enginn leiðtogi sem eitthvað kveður að.Næsta ríkisstjórn Íslands gæti hæglega orðið ansi köflótt pólitískt séð,og líkur gætu verið á 4urra eða 5 flokka stjórn.Fyrir slíkri stjórn þarf að fara sterkur leiðtogi sem ekki lætur vaða yfir sig,en líka þyrfti forsætisráðherra slíkrar ríkisstjórnar að geta farið úr pólitískri hempu sinni til að ná samstöðu.Þennan karakter kem ég ekki auga á í íslenskri pólitík í dag,kannski verður að leita hans annarsstaðar.Valkvíði almennings er þannig ekki án ástæðu,og jafnvel gæti kosningaþátttaka í vor endurspeglað þennan kvíða,mæting gæti orðið í sögulegu lágmarki

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Einarsson
Þórður Einarsson
Þriggja barna faðir fjögur barnabörn,vinnusamur,fáskiptinn,hljóðlátur og þolinmóður þar til nú.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband