11.5.2014 | 18:31
Lifsýni til gagns eða?
Lífsýnasöfnun ÍE hefur verið fyrirferðamikil í fréttum og á bloggi síðustu daga.Einhverjir siðanefndapostular gagnrýna söfnunina og að mér skilst bera fyrir sig persónuvernd,ekki hef ég heyrt neina gagnrýni þó vitað sé að fólk almennt dreifir lífsýnum sínum út um hvippinn og hvappinn dags daglega engum til gagns en oft til skaða.Alltaf hafa verið til menn sem sjá samsæri í hverju skúmaskoti,en almenn vænisýki er nýlegt tilfelli sprottin af hruninu og viðhaldið af vanhæfum stjórnvöldum og elítu sem hagnast alltaf á óróa og öryggisleysi almennings.Spurt er:Verður blóðgjöf næst fordæmd,þvagsýni dulkóðuð,hvar endar persónuvernd og hvar byrja almennar skyldur gagnvart þjóðfélaginu?Samkvæmt lauslegri og óvísindalegri könnun á umfjöllun um málið,sýnist mér örlítill vinstri halli á gagnrýninni svo ég leyfi þessu að fylgja með.
Vænisýki vinstrimanna
vefst nú fyrir vísindunum
Kára betl þeir vilja banna
bjarga þannig lífsýnunum.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.