13.12.2014 | 20:29
Flutningur stofnana
Nú hefur landshlutanefnd framsóknar skilað skýrslu og vill flytja allar opinberar stofnanir í Skagafjörð,nema alþingi, og lögregluna á Hornafirði sem Sigmundur Davíð vill hafa fyrir norðan.Nú veit ég ekki hvort fleiri landshlutanefndir hafa verið skipaðar,en ef svo er,þá eru allar líkur á að upphefjist alsherjar slagsmál um hvert eigi að flytja stofnanafarganið.Til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld legg ég til að allt batteríið verði flutt úr landi,fjármálaráðuneytið til Tortóla þar sem fjármálaráðherra kannast sennilega vel við sig,alþingi til Zimbabve,Mugabe tekur örugglega vel á móti skoðanabræðrum og systrum,fiskistofu þeirra LÍÚ manna til Congo þar sem þeir hafa ekki aðgang að sjó o.sv.frv.Sparnaður af þessum tilfærslum gæti numið hundruðum milljarða á ári og létt mjög líf almennings.
Ps.annars ætti ég ekki að vera að tuða þetta þar sem ég er flúinn af landi brott,en Íslendingurinn skýtur upp kollinum öðru hvoru þegar ég les um bullið í kerfinu.
Bestu kveðjur frá Noregi
Þórður Einarsson
Leggja til flutning fleiri stofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þórður - sem og aðrir gestir þínir !
Vel mælt - sem og skynsamlegar ábendingar: til handa fávízku óbeðjunni hér úti á Íslandi.
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - Íslands megin /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.