10.3.2011 | 01:00
Auðir stólar
Er að horfa á þáttinn sem stuðningsfólki ICESAFE var boðið að stjórna á ÍNN.Þögn og þrír auðir stólar segja mér allt sem ég þarf að vita um þeirra málstað.Hann er akkúrat það sem ég horfi á núna,enginn.
Skömm þeirra er mikil að þora ekki að koma fyrir almenning og standa fyrir skoðunum sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2011 | 19:54
Sektir
Í fréttunum áðan var fjallað um fyrirtæki sem ekki höfðu skilað rekstrarreikningi og skattaskýrslum.Það mátti skilja á fréttinni að ábyrgðarmenn allra þessara fyrirtækja væru annað hvort svona miklir slúgsar eða hreinlega glæpamenn sem væru að fela eitthvað ólöglegt athæfi.Ekki datt fréttamanninum í hug að ástandið á vinnumarkaðnum hefði neitt með þetta að gera.Það vill svo til að skýrslurnar eru ekki á hvers manns færi,og ætlast er til að endurskoðandi skrifi upp á gjörningana.Fyrirtæki sem ekki hefur innkomu ræður ekki til sín rándýran starfskraft.Ég persónulega get ekki borgað fyrir þessa þjónustu með 69% atvinnuleysisbótum sem einhver dauðanefnd Steingríms dæmdi mér.Ég hef reynt að líta jákvæðum augum á fréttastofu sjónvarps,en eftir þessa umfjöllun sé ég að áróðursmaskínan er í fullum gangi í sjónvarpi allra "landsmanna",ég held ég skipti yfir á ÍNN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2011 | 15:42
Skjaldborg alþingis
Nú standa yfir umræður um rannsóknarnefndir á alþingi.Ég sé ekki betur en að alþingi sé að slá skjaldborg um sjálft sig,í frumvarpinu segir beinlínis að alþingi ákveði hvernig á að rannsaka,hvað megi segja hverjum,hvað skuli þegja um og hverjir sitja í nefndinni.Væntanlegar rannsóknir eru m.a.sparisjóðirnir,lífeyrissjóðirnir og íbúðalánasjóður.Í öllum þessum stofnunum eru pólitískt tengdir menn,og jafnvel hafa ráðherrar og þingmenn verið með puttana inni í þeirra málum,þannig að enn eina ferðina ætlar alþingi að skipa hefta nefnd sem engu skilar út í samfélagið nema nákvæmlega það sem þinginu þóknast.Betra væri að Hæstiréttur skipaði í slíka nefnd og ef eitthvað misjafnt er að finna hafi nefndin vald til að vísa málum til saksóknara.Ég tel að þó ekki komi nema eitt nafn alþingismanns upp í svona rannsókn,þá er alþingi sjálfkrafa vanhæft í heild sinni að hafa eitthvað með rannsóknina að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar