16.11.2008 | 01:57
Hinn þögli meirihluti
Ég hef lengi tilheyrt hinum þögla meirihluta sem stjórnmálamenn virðast ekkert vilja vita af nema rétt fyrir kosningar,en nú er mér nóg boðið.Sex vikna efnahagshamfarir og ekkert gerist.Ég sé ekki betur en Ísland færist aftur um ein 50 ár.Kannski er það ekki svo slæmt,að minnsta kosti fyrir miðaldra mann eins og mig ,sem haldinn er vissri fortíðarþrá.Þá fór ég með brúsa í mjólkurbúðina og ef það vantaði einn eyri var ég sendur heim til að ná í það sem uppá vantaði.September var sláturmánuður og ég fékk að sauma vambir og hjálpa afa að hnoða mör í töflur,sem var svo notaður útá þverskorna ýsu og saltfisk.Eplalykt þýddi að jólin voru að koma,og það var kjúklingur á aðfangadagskvöld.Lífið var einfalt,mínus eða plús,og túkall var auðæfi fyrir sex ára gutta.Ég er ekki viss um að ungt fólk í dag sjái þetta í þessum ljóma,að minnsta kosti eru tvö af þremur börnum mínum að íhuga flutning til útlanda,og ég er ekki frá því að aldursskipting muni breytast verulega á næstunni.Og þá að aðalmálinu.Nú verður hinn þögli meirihluti að draga stjórnmálamennina útúr fílabeinsturninum og gera þeim grein fyrir að við erum hérna líka á milli kosninga.Síðan vil ég minna á fundinn á Nasa mánudaginn 17/11 KL 20:00.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar