Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Valkvíði

Íslenskur almenningur stendur frammi fyrir þeirri ömurlegu staðreynd,að þurfa að kjósa í vor fólk á þing sem það í fyrsta lagi vill ekki á þing,og í öðru lagi á flest þetta fólk ekkert erindi inn á þing.Annar höfuðverkur verður að sigta út öll framboðin,sem eru með nánast sömu stefnuskrána(þ.e.loforðalistana)og reyna að finna út hver er liklegur til að standa við eitthvað af loforðunum.Þetta verður þrautin þyngri,því forystusauðir flokkanna eru eins og strá í vindi ,og má ekki blása mikið til að þeir bogni undan álaginu.Afleggjararnir Bjarni Ben og Guðmundur Steingríms eru bara það og verða aldrei fullburða.Steingrímur J er búinn að týna baklandinu,Samfylkingin er við það að splundrast,enginn veit hver verður í forystu þar.Hægri Grænir,Dögun og hvað þeir nú heita allir þessir flokkar eða framboð,þar er enginn leiðtogi sem eitthvað kveður að.Næsta ríkisstjórn Íslands gæti hæglega orðið ansi köflótt pólitískt séð,og líkur gætu verið á 4urra eða 5 flokka stjórn.Fyrir slíkri stjórn þarf að fara sterkur leiðtogi sem ekki lætur vaða yfir sig,en líka þyrfti forsætisráðherra slíkrar ríkisstjórnar að geta farið úr pólitískri hempu sinni til að ná samstöðu.Þennan karakter kem ég ekki auga á í íslenskri pólitík í dag,kannski verður að leita hans annarsstaðar.Valkvíði almennings er þannig ekki án ástæðu,og jafnvel gæti kosningaþátttaka í vor endurspeglað þennan kvíða,mæting gæti orðið í sögulegu lágmarki

Opin stjórnsýsla........eða?

Var að hlusta á upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar,ég er engu nær um þessa opnu stjórnsýslu.Það virðist hvíla bankaleynd yfir öllum gjörðum Steingríms Sigfússonar,og á vefnum er hægt að nálgast upplýsingar um að upplýsingar verði kannski einhvern tíma aðgengilegar,þ.e.a.s.ef þær upplýsingar henta stjórnvöldum.Dæmið sem upplýsingafulltrúinn tók um opna stjórsýslu,þ.e.einkavæðingu bankanna,er í besta falli von stjórnvalda um högg á andstæðinga sína.En fulltrúanum er vorkunn því það virðist ljóst að hann er ekki upplýstur um eitt eða neitt,eða hitt að það sem hann veit er ekki fyrir hinn almenna borgara.
Svona þessu til viðbótar hlýtur ríkisstjórnin loksins að styðja við bakið á öryrkjum,þeir ætla jú að reyna að fjarlægja Ólaf Ragnar.

Með bestu kveðjum frá Noregi.

Flóttamaður


Samhljómur

Ég hef verið að fylgjast með atburðunum í Egyptalandi undanfarna daga,enda hef ég nægan tíma þar sem ég er atvinnulaus um þessar mundir,og af einhverjum ástæðum verður mér alltaf hugsað til ríkisstjórnar Íslands þegar fjallað er um viðbrögð Mubaraks forseta.Hringl með menn innan kerfisins til að sefa lýðinn,búinn að sjá það hér.Ákvarðanir þvert á þjóðarvilja í vafasömu umboði sem virðist í raun útrunnið,búinn að sjá það hér.Feluleikur æðstu manna,búinn að sjá það hér.Siðferðis og ábyrgðaleysi,búinn að sjá það hér.Valdahroki og spilling í ráðningum,búinn að sjá það hér.Niðurstaða mín er algjör samhljómur með ríkisstjórn Íslands og Mubarak,og ef stjórnvöldum dytti í hug að gagnrýna Mubarak ættu þau að líta sér nær fyrst.Að hanga á völdunum valdanna vegna er  í skemmdarverk gagnvart landi og lýð og ætti að vera refsivert samkvæmt hegningalögum,með þeirri undantekningu þó að sönnunarbyrðin sé á sakborningi eins og skattalögin eru eru í raun framkvæmd hér.

Rúin trausti

Ég var að horfa á Silfrið og það rann allt í einu upp fyrir mér hversu alvarleg staða stjórnar og alþingis er.Það er ekki nóg með að hér sitji ríkisstjórn án þjóðar,hér situr ríkisstjórn án virðingar og eða trausts alþjóðasamfélagsins.Hálfu ári fyrir hrun vissi stjórnin hvert stefndi,hvað gerist,það er farið í áróðursherferð gegn þeim er vöruðu við hruninu og sendir herleiðangrar til að ljúga að "vinaþjóðunum".Í þessu ljósi undrar mig ekki að bretar skyldu setja á okkur hryðjuverkalög,í mínum huga eru þetta hryðjuverk.Og í þessu ljósi undrar mig að nokkur þjóð skuli ljá máls á samningum í hvaða málaflokki sem er meðan þessi ríkisstjórn situr.Þetta stjórnarfar líkist æ meir Mugabe nokkrum sem situr í algjörri afneitun,meðan þjóðin sveltur og hrynur niður úr sjúkdómum,og neitar að horfast í augu við staðreyndir.Á meðan situr "alþingi",sem virðist samansett af strengjabrúðum,og samþykkir hvaða vitleysu sem er frá ráðherrunum.Þetta er ekki mín stjórn,og ekki mitt alþingi,og ég legg það til að síðasta verk Georgs hershöfðingja verði að slá fyrir olíu á eitt varðskip og ferja þetta ógæfufólk til Zimbabve þar sem það á greinilega heima.

Höfundur

Þórður Einarsson
Þórður Einarsson
Þriggja barna faðir fjögur barnabörn,vinnusamur,fáskiptinn,hljóðlátur og þolinmóður þar til nú.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband