Þiggjendaþjóðfélagið

Mér er farið að líða frekar illa í íslensku samfélagi.Hvert sem litið er snýst umræðan um hvað ég get fengið frá öðrum,helst án þess að lyfta litlafingri.Hvar eru menn eins og Þorvaldur í Síld og Fisk,sem var stoltur af því að vera hæsti skattgreiðandi landsins.Hvar eru "vinnuveitendur",mér finnst það miklu jákvæðara orð heldur en "samtök atvinnulífsins".Og hvað um alla "þegana",launþegar,styrkþegar o.s.frv.Ég vil láta banna þessi "þegaorð",ég fæ það á tilfinninguna að þessir "þegar" séu að fá eitthvað sem þeir eiga ekki skilið.Þessi hugleiðing snýst kannski mest um hálffulla eða hálftóma glasið,og mér sýnist við lifum þessa stundina í hálftóma glasinu.Og því miður virðist stór hluti þeirra sem við höfum ráðið til að stjórna okkar málum,vera í sjálfsvorkun og djúpu þunglyndi svo þaðan kemur ekkert jákvætt.Með von um upprisu  höfðingja og barmafullan bikar í framtíðinni svo við getum skálað við erlenda höfðingja uppréttir og á okkar forsendum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Einarsson
Þórður Einarsson
Þriggja barna faðir fjögur barnabörn,vinnusamur,fáskiptinn,hljóðlátur og þolinmóður þar til nú.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband