13.12.2014 | 20:29
Flutningur stofnana
Nú hefur landshlutanefnd framsóknar skilað skýrslu og vill flytja allar opinberar stofnanir í Skagafjörð,nema alþingi, og lögregluna á Hornafirði sem Sigmundur Davíð vill hafa fyrir norðan.Nú veit ég ekki hvort fleiri landshlutanefndir hafa verið skipaðar,en ef svo er,þá eru allar líkur á að upphefjist alsherjar slagsmál um hvert eigi að flytja stofnanafarganið.Til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld legg ég til að allt batteríið verði flutt úr landi,fjármálaráðuneytið til Tortóla þar sem fjármálaráðherra kannast sennilega vel við sig,alþingi til Zimbabve,Mugabe tekur örugglega vel á móti skoðanabræðrum og systrum,fiskistofu þeirra LÍÚ manna til Congo þar sem þeir hafa ekki aðgang að sjó o.sv.frv.Sparnaður af þessum tilfærslum gæti numið hundruðum milljarða á ári og létt mjög líf almennings.
Ps.annars ætti ég ekki að vera að tuða þetta þar sem ég er flúinn af landi brott,en Íslendingurinn skýtur upp kollinum öðru hvoru þegar ég les um bullið í kerfinu.
Bestu kveðjur frá Noregi
Þórður Einarsson
Leggja til flutning fleiri stofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2014 | 20:20
Nýtt verkalýðsfélag
Nú hafa sérfræðingarnir, sem sögðu okkur fyrir hrun að allt væri í himnalagi,stofnað verkalýðsfélag.
Með hag Íslands að leiðarljósi vona ég að þeirra fyrsta verk verði að boða verkfall.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2014 | 18:31
Lifsýni til gagns eða?
Lífsýnasöfnun ÍE hefur verið fyrirferðamikil í fréttum og á bloggi síðustu daga.Einhverjir siðanefndapostular gagnrýna söfnunina og að mér skilst bera fyrir sig persónuvernd,ekki hef ég heyrt neina gagnrýni þó vitað sé að fólk almennt dreifir lífsýnum sínum út um hvippinn og hvappinn dags daglega engum til gagns en oft til skaða.Alltaf hafa verið til menn sem sjá samsæri í hverju skúmaskoti,en almenn vænisýki er nýlegt tilfelli sprottin af hruninu og viðhaldið af vanhæfum stjórnvöldum og elítu sem hagnast alltaf á óróa og öryggisleysi almennings.Spurt er:Verður blóðgjöf næst fordæmd,þvagsýni dulkóðuð,hvar endar persónuvernd og hvar byrja almennar skyldur gagnvart þjóðfélaginu?Samkvæmt lauslegri og óvísindalegri könnun á umfjöllun um málið,sýnist mér örlítill vinstri halli á gagnrýninni svo ég leyfi þessu að fylgja með.
Vænisýki vinstrimanna
vefst nú fyrir vísindunum
Kára betl þeir vilja banna
bjarga þannig lífsýnunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2012 | 01:43
Valkvíði
6.7.2012 | 19:26
Opin stjórnsýsla........eða?
Var að hlusta á upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar,ég er engu nær um þessa opnu stjórnsýslu.Það virðist hvíla bankaleynd yfir öllum gjörðum Steingríms Sigfússonar,og á vefnum er hægt að nálgast upplýsingar um að upplýsingar verði kannski einhvern tíma aðgengilegar,þ.e.a.s.ef þær upplýsingar henta stjórnvöldum.Dæmið sem upplýsingafulltrúinn tók um opna stjórsýslu,þ.e.einkavæðingu bankanna,er í besta falli von stjórnvalda um högg á andstæðinga sína.En fulltrúanum er vorkunn því það virðist ljóst að hann er ekki upplýstur um eitt eða neitt,eða hitt að það sem hann veit er ekki fyrir hinn almenna borgara.
Svona þessu til viðbótar hlýtur ríkisstjórnin loksins að styðja við bakið á öryrkjum,þeir ætla jú að reyna að fjarlægja Ólaf Ragnar.
Með bestu kveðjum frá Noregi.
Flóttamaður
10.3.2011 | 01:00
Auðir stólar
Er að horfa á þáttinn sem stuðningsfólki ICESAFE var boðið að stjórna á ÍNN.Þögn og þrír auðir stólar segja mér allt sem ég þarf að vita um þeirra málstað.Hann er akkúrat það sem ég horfi á núna,enginn.
Skömm þeirra er mikil að þora ekki að koma fyrir almenning og standa fyrir skoðunum sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2011 | 19:54
Sektir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2011 | 15:42
Skjaldborg alþingis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 16:47
Fögnuður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 15:08
Samhljómur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar